Landsstjóri Kanada át hrátt selshjarta

Michaelle Jean borðar selshjartað.
Michaelle Jean borðar selshjartað. AP

Michaelle Jean, landsstjóri Kanada, át hrátt selshjarta þegar hún tók þátt í hátíðarhöldum frumbyggja í vikunni. Jean tók þátt í að gera að nýveiddum sel og borðaði síðan sneið af hjartanu.

Svo virðist sem Jean hafi með þessu viljað sýna samstöðu með veiðimönnum gegn Evrópusambandinu, sem nýlega samþykkti að banna innflutning á kanadískum selaafurðum. Landstjóri Kanada er æðsti fulltrúi Bretadrottningar í landinu en Bretar eru í Evrópusambandinu.

Fram kemur á fréttavef BBC, að Jean hafi ekki viljað tjá sig um málið og hvort hún væri með þessu að storka Evrópusambandinu. „Þið getið túlkað það eins og þið viljið," sagði hún.

Haft er eftir talsmanni Evrópuþingsins, að þessar fréttir séu of fáránlegar til að hægt sé að tjá sig um þær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir