222 sinnum á átta tímum

Skipuleggjendur Danmerkurmeistaramótsins í sjálfsfróun segja það hafa tekist með miklum ágætum í ár. Bæði var sett heimsmet og Danmerkurmet í greininni.

„Þetta tókst frábærlega og fór fram úr öllum vonum. Fólk er með geislandi augu og rauðar kinnar á eftir," hefur Ekstra Bladet eftir Piu Struck, forsvarsmanni mótsins, sem fór fram í  Swingland í Ishøj. Þátttakendur voru 25 talsins.

Mótið stóð yfir í átta tíma í gær og ein konan setti nýtt og glæsilegt heimsmet þegar hún fékk fullnægingu 222 sinnum á þeim tíma. Sá sem bestum árangri náði af körlunum lék þetta 8 sinnum eftir, sem mun vera Danmerkurmet.

Á mótinu var einnig keppt í ýmsum „íþróttum", svo sem skotfimi, þar sem sigurvegarinn í karlaflokki var 6 sentimetrum frá markinu, langskotum, (2,5 metrar) og maraþoni (7 stundir og 45 mínútur).  

Struck, sem er sálfræðingur að mennt, stóð fyrir þessu móti í fyrsta skipti í fyrra og var markmiðið að afla fjár til að auka fræðslu um kynferðismál.  Meistaramót af þessu tagi hafa verið haldin í Bandaríkjunum frá árinu 1999. Struck fékk heimild frá höfuðstöðvunum í San Francisco til að halda slíkt mót í Kaupmannahöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen