Ein vinsælasta íþróttakeppnin í Litháen er 5 metra kappskrið smábarna, sem keppt hefur verið í undanfarinn áratug.
Að sögn keppnishaldara hefur greinileg þróun orðið á þeim hlutum, sem notuð eru til að lokka börnin yfir gólfið. Í gamla daga voru það hringlur og dúkkur, nú eru það farsímar og tölvur.
Sigurvegarinn, 8 mánaða gamall, var 18 sekúndur að skríða vegalengdina enda beið fartölva fjölskyldunnar í endamarkinu.l