Borgarstjórinn féll í ána

Boris Johnson, borgarstjóri London, var óheppinn að detta fyrir framan …
Boris Johnson, borgarstjóri London, var óheppinn að detta fyrir framan myndavélarnar. Hann bar sig hins vegar vel eftir á. Reuters

Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, missteig sig og féll ofan í ána Pool í Lewisham, sem er í suðausturhluta borgarinnar, þegar hann var að kynna hreinsunarátak. Þetta gerðist beint fyrir framan myndavélar fjölmiðlanna.

Verkefnið gengur út á það að fá borgarbúa til að leggja hönd á plóg, tína rusl og hreinsa til í kringum ána í sjálfboðavinnu. Johnson kynnti verkefnið með því að taka sjálfur til hendinni. Hann var að vaða í ánni þegar hann rann og féll ofan í ána, sem náði honum upp að bringu. Borgarstjórinn skjögraðist svo í burtu.

Aðrir sjálfboðaliðar aðstoðuðu Johnson og þakkaði hann þeim fyrir hjálpina. Í framhaldinu sagði hann við fréttamann BBC að vatnið væri hressandi.

Atvikið má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir