Múmínálfar í stað Tortímandans

Múmínálfarnir hafa engu tortímt svo vitað sé.
Múmínálfarnir hafa engu tortímt svo vitað sé.

Kvikmyndahúsagestir í Smárabíói ráku upp stór augu um kl. 17:30 í dag þegar Múmínálfarnir birtust á tjaldinu í stað Tortímandans, líkt og gestirnir höfðu gert ráð fyrir. Aðeins liðu örfáar mínútur þar til mistökin voru leiðrétt.

Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri Smárabíós, segir að Múmínálfarnir hafi verið í sýningu í salnum á undan nýjustu kvikmyndinni um Tortímandann.

Þar sem um stafrænar sýningar sé að ræða hafi það aðeins tekið stutta stund að leiðrétta mistökin. Á meðan hafi gestirnir beðið rólegir.

Ef um filmu hefði verið að ræða hefði það hins vegar tekið sýningarstjórann um 30-45 mínútur að skipta um mynd.

„Þetta er vonandi góð auglýsing fyrir Múmínálfana,“ segir Jón Eiríkur.

Christian Bale leikur aðalhlutverkið í Terminator Salvation.
Christian Bale leikur aðalhlutverkið í Terminator Salvation. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson