Múmínálfar í stað Tortímandans

Múmínálfarnir hafa engu tortímt svo vitað sé.
Múmínálfarnir hafa engu tortímt svo vitað sé.

Kvik­mynda­húsa­gest­ir í Smára­bíói ráku upp stór augu um kl. 17:30 í dag þegar Múmí­nálfarn­ir birt­ust á tjald­inu í stað Tor­tím­andans, líkt og gest­irn­ir höfðu gert ráð fyr­ir. Aðeins liðu ör­fá­ar mín­út­ur þar til mis­tök­in voru leiðrétt.

Jón Ei­rík­ur Jó­hanns­son, rekstr­ar­stjóri Smára­bíós, seg­ir að Múmí­nálfarn­ir hafi verið í sýn­ingu í saln­um á und­an nýj­ustu kvik­mynd­inni um Tor­tím­andann.

Þar sem um sta­f­ræn­ar sýn­ing­ar sé að ræða hafi það aðeins tekið stutta stund að leiðrétta mis­tök­in. Á meðan hafi gest­irn­ir beðið ró­leg­ir.

Ef um filmu hefði verið að ræða hefði það hins veg­ar tekið sýn­ing­ar­stjór­ann um 30-45 mín­út­ur að skipta um mynd.

„Þetta er von­andi góð aug­lýs­ing fyr­ir Múmí­nálf­ana,“ seg­ir Jón Ei­rík­ur.

Christian Bale leikur aðalhlutverkið í Terminator Salvation.
Christian Bale leik­ur aðal­hlut­verkið í Term­inator Sal­vati­on. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Í dag skaltu fara þér mjög gætilega þegar þér eru gefin óvenjuleg ráð í sambandi við heilsuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Í dag skaltu fara þér mjög gætilega þegar þér eru gefin óvenjuleg ráð í sambandi við heilsuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar