Gaf þjófinum pening og brauð

Þjófurinn mátti sín lítils gegn riffli búðareigandans. Myndin er sviðsett.
Þjófurinn mátti sín lítils gegn riffli búðareigandans. Myndin er sviðsett. Þorkell Þorkelsson

Eigandi verslunar í New York sem kom í veg fyrir rán í búðinni sinni sá aumur á innbrotsþjófnum og gaf honum 40 dollara, auk brauðhleifs. Þjófurinn staðhæfði að hann ætti ekki fyrir mat fyrir fjölskyldu sína.

Þetta kemur fram í frétt newsday.com þar sem einnig má sjá upptöku frá ráninu. Þar sést hvernig grímuklæddur maður ógnar eiganda verslunarinnar með kylfu í því skyni að fá hann til að afhenda sér peninga. Þegar eigandinn þykist ætla að teygja sig eftir seðlum grípur hann riffil undan búðarborðinu og beinir að þjófinum, sem krýpur á kné og biðst vægðar.

„Hann sagði „fyrirgefðu, ég á enga peninga, hef ekki vinnu og fjölskylda mín sveltur," sagði eigandinn Mohammad Sohail, í viðtali við vefsíðuna. „Þá fór ég að vorkenna honum og gaf honum 40 dollara."

Sohail sagðist ekki áforma að kæra hinn brjóstumkennanlega þjóf.

Fréttina og upptökuna má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir