Gaf þjófinum pening og brauð

Þjófurinn mátti sín lítils gegn riffli búðareigandans. Myndin er sviðsett.
Þjófurinn mátti sín lítils gegn riffli búðareigandans. Myndin er sviðsett. Þorkell Þorkelsson

Eig­andi versl­un­ar í New York sem kom í veg fyr­ir rán í búðinni sinni sá aum­ur á inn­brotsþjófn­um og gaf hon­um 40 doll­ara, auk brauðhleifs. Þjóf­ur­inn staðhæfði að hann ætti ekki fyr­ir mat fyr­ir fjöl­skyldu sína.

Þetta kem­ur fram í frétt news­day.com þar sem einnig má sjá upp­töku frá rán­inu. Þar sést hvernig grímu­klædd­ur maður ógn­ar eig­anda versl­un­ar­inn­ar með kylfu í því skyni að fá hann til að af­henda sér pen­inga. Þegar eig­and­inn þyk­ist ætla að teygja sig eft­ir seðlum gríp­ur hann riff­il und­an búðar­borðinu og bein­ir að þjóf­in­um, sem krýp­ur á kné og biðst vægðar.

„Hann sagði „fyr­ir­gefðu, ég á enga pen­inga, hef ekki vinnu og fjöl­skylda mín svelt­ur," sagði eig­and­inn Mohammad Sohail, í viðtali við vefsíðuna. „Þá fór ég að vor­kenna hon­um og gaf hon­um 40 doll­ara."

Sohail sagðist ekki áforma að kæra hinn brjóst­um­kenn­an­lega þjóf.

Frétt­ina og upp­tök­una má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hafðu augun hjá þér því einhversstaðar eru í gangi gróusögur um þig og þína. Sláðu á létta strengi, það getur oft bjargað hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hafðu augun hjá þér því einhversstaðar eru í gangi gróusögur um þig og þína. Sláðu á létta strengi, það getur oft bjargað hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar