Api smakkar á forstjóranum

Bernhard Blaszkiewitz
Bernhard Blaszkiewitz

„Hringið á sjúkra­bíl, ap­inn beit af mér fing­ur­inn,“ sagði Bern­h­ard Blaszkiewitz, for­stjóri dýrag­arðsins í Berlín poll­ró­leg­ur þegar hann varð fyr­ir óvæntri árás í dag. Ap­inn Pedro sem er „mjög blíður“ að sögn um­sjón­ar­manns beit fing­ur­inn af for­stjór­an­um er hann gaf hon­um að borða og fór ekki að regl­um.

For­stjór­inn fór of ná­lægt Pedro og vísi­fing­ur hægri hand­ar mun hafa hangið „á bláþræði“ að því fram kem­ur á vefsíðu Berl­iner Zeit­ung. Blasziewitz vakti at­hygli fyr­ir ró­semd. „Hann var al­veg poll­ró­leg­ur, rétt eins og þetta kæmi hon­um alls ekk­ert við,“ sagði starfsmaður dýrag­arðsins. Hún sagðist ekki halda að for­stjór­inn hafi verið í sjokki og þess vegna verið svona ró­leg­ur. „Hann er alltaf svona,“ sagði starfsmaður­inn.

Reynt var að sauma fing­ur­inn aft­ur á Blasziewitz en án ár­ang­urs. Slík bits­ár geta verið hættu­leg vegna bakt­eríu­smits frá dýr­un­um og verða hættu­legri eft­ir því sem dýr­in eru skyld­ari mann­skepn­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir