Elsti maður Evrópu 113 ára

Henry Allingham ásamt ungum sjóliðum á afmælisdaginn.
Henry Allingham ásamt ungum sjóliðum á afmælisdaginn. Reuters

Elsti maður Bretlands fagnaði 113 ára afmæli sínu í London á laugardaginn. Hann er annar af tveimur breskum hermönnum sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og eru enn á lífi. Henry Allingham er jafnframt elsti maður Evrópu.

Hann fæddist árið 1896 skömmu áður en valdatíma Viktoríu Bretadrottningar lauk. Þá er hann sá eini af stofnendum breska flughersins (RAF) sem er enn á lífi.

Fjölskylda Allingham fagnaði afmælisdeginum með honum ásamt liðsmönnum breska flug- og sjóhersins.

„Þetta er yndislegt. Ég átti aldrei von á þessu,“ sagði afmælisbarnið við blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan