Elsti maður Bretlands fagnaði 113 ára afmæli sínu í London á laugardaginn. Hann er annar af tveimur breskum hermönnum sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og eru enn á lífi. Henry Allingham er jafnframt elsti maður Evrópu.
Hann fæddist árið 1896 skömmu áður en valdatíma Viktoríu Bretadrottningar lauk. Þá er hann sá eini af stofnendum breska flughersins (RAF) sem er enn á lífi.
Fjölskylda Allingham fagnaði afmælisdeginum með honum ásamt liðsmönnum breska flug- og sjóhersins.
„Þetta er yndislegt. Ég átti aldrei von á þessu,“ sagði afmælisbarnið við blaðamenn.