Elsti maður Evrópu 113 ára

Henry Allingham ásamt ungum sjóliðum á afmælisdaginn.
Henry Allingham ásamt ungum sjóliðum á afmælisdaginn. Reuters

Elsti maður Bretlands fagnaði 113 ára afmæli sínu í London á laugardaginn. Hann er annar af tveimur breskum hermönnum sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og eru enn á lífi. Henry Allingham er jafnframt elsti maður Evrópu.

Hann fæddist árið 1896 skömmu áður en valdatíma Viktoríu Bretadrottningar lauk. Þá er hann sá eini af stofnendum breska flughersins (RAF) sem er enn á lífi.

Fjölskylda Allingham fagnaði afmælisdeginum með honum ásamt liðsmönnum breska flug- og sjóhersins.

„Þetta er yndislegt. Ég átti aldrei von á þessu,“ sagði afmælisbarnið við blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka