Sjómaður í Flórída slapp með skrekkinn þegar hann fékk flugskeyti í veiðarfærin. Skipstjórinn Rodney Solomon dró flugskeytið inn þar sem hann var við veiðar í Mexíkóflóa, um 80 km frá Panama-borg í Flórída.
Skipstjórinn geymdi flugskeytið um borð í rúma viku, en hann sá gat á því og taldi það vera óvirkt.
Honum brá hins vegar mikið þegar það kom í ljós að sprengjan var virk og hefði getað sprungið hvenær sem var.
Að sögn lögreglu lét Solomon yfirvöld vita af flugskeytinu þegar hann sneri aftur til hafnar.