Mús fannst í maltbrauði

Músin hefur greinilega laumað sér í bökunarformið áður en deiginu …
Músin hefur greinilega laumað sér í bökunarformið áður en deiginu var hellt í það.

Óhætt er að segja að írskur karlmaður hafi fengið meira en hann bað um þegar hann fann heila mús í nýkeyptu maltbrauði sínu. Þegar hann tók brauðið úr umbúðunum sá hann músina sem var sem þrykkt inn í brauðið.

Málið fór nýverið fyrir dómstól á Norður-Írlandi. Dómarinn hlýddi á frásögn mannsins sem sagðist hafa keypt sér maltbrauð í kjörbúð í Ballymoney rétt fyrir jólin 2007. Í framhaldinu ákvað dómarinn að sekta fyrirtækið D Hyndman and Son um þúsund pund fyrir að dreifa skemmdum matvælum í búðir.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins var viðstaddur réttarhöldin. Lögfræðingur fyrirtækisins sagði ljóst að músarfundurinn hefði verið fyrirtækinu mikið áfall. Hann velti upp þeim möguleika að einhver hefði komið músinni fyrir í brauðinu til þess að skaða orðspor bakarans sem á að baki rúmlega 60 ára farsælan starfsferil.

Dómarinn fékk að sjá ljósmyndir af músinni í brauðinu. Fram kom við réttarhöldin að bökunarformin sem brauðin eru bökuð í væru ávallt smurð daginn áður en deigið væri sett í þau. Sökum þessa væri, að sögn saksóknara, mögulegt fyrir mýs að lauma sér í formin áður en deiginu væri komið fyrir.

„Til að gæta allrar sanngirni garnvart stefndu þá skal því haldið til haga að fyrirtækið hefur ávallt haft í sinni þjónustu meindýraeyði sem reglulega tekur fyrirtækið út, líka áður en þetta mál kom upp,“ var haft eftir saksóknaranum.

Í máli verjandans kom fram að ítarleg meindýraúttekt væri gerð hjá bakaranum á sex vikna fresti. Sagði hann rúmlega 130 músagildrur að finna í húsakynnum bakarans nú um stundir. Tók hann fram að starfsfólk bakarísins leiti að músum daglega og tveir starfsmenn séu í fullu starfi við að skoða og hreinsa músagildrurnar.

Við dómsuppkvaðninguna sagðist dómarinn hafa tekið tillit til almannahagsmuna við ákvörðun sektarinnar, en einnig horft til hvaða aðgerða fyrirtækið hefur gripið til þess að bregðast við músavandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar