Vill banna Kók Zero

Ríkisst­jórn Venes­úela fór fram á það í gær við bandaríska gosd­r­y­kkj­arframleiðandann Coca Cola að allir Coke Zero dr­y­kkir í land­inu verði innkallaðir úr verslunum. Yf­i­rvöld ha­lda því fram að dr­y­kku­rinn sé skaðleg­ur heilsu fólks.

Ákvörðun stjórnva­lda kem­ur í kjölf­ar þess að fjölm­örg fy­ri­rt­æki í land­inu hafa verið þjóðnýtt og þá er verið að skoða fjölm­örg fy­ri­rt­æki ofan í kjölinn. 

Jesus Mant­illa, heilbrigðisráðherra lands­ins, seg­ir að það eigi að hætta að selja gosd­r­y­kkinn, sem er sagður innha­lda eng­ar hitaeini­ng­ar. Þá seg­ir hann að fj­arlægja skuli dr­y­kkina úr öllum verslunum á meðan málið er í ranns­ókn.

„Það á að fj­arlægja vör­una til að vernda heilsu Venes­úelamanna,“ sagði Mant­illa.

Tals­m­enn Coca Cola segja hins vegar að eng­in skaðleg efni sé að finna í dr­y­kknum. Þrátt fy­r­ir það verði framleiðslan stöðvuð og va­r­an fj­arlægð úr verslunum á meðan yf­i­rvöld skoða málið.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir