Vill banna Kók Zero

Ríkisstjórn Venesúela fór fram á það í gær við bandaríska gosdrykkjarframleiðandann Coca Cola að allir Coke Zero drykkir í landinu verði innkallaðir úr verslunum. Yfirvöld halda því fram að drykkurinn sé skaðlegur heilsu fólks.

Ákvörðun stjórnvalda kemur í kjölfar þess að fjölmörg fyrirtæki í landinu hafa verið þjóðnýtt og þá er verið að skoða fjölmörg fyrirtæki ofan í kjölinn. 

Jesus Mantilla, heilbrigðisráðherra landsins, segir að það eigi að hætta að selja gosdrykkinn, sem er sagður innhalda engar hitaeiningar. Þá segir hann að fjarlægja skuli drykkina úr öllum verslunum á meðan málið er í rannsókn.

„Það á að fjarlægja vöruna til að vernda heilsu Venesúelamanna,“ sagði Mantilla.

Talsmenn Coca Cola segja hins vegar að engin skaðleg efni sé að finna í drykknum. Þrátt fyrir það verði framleiðslan stöðvuð og varan fjarlægð úr verslunum á meðan yfirvöld skoða málið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar