Varað við hækkandi barneignaaldri

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti mbl.is/RAX

Samtök breskra fæðingar- og kvenlækna (Royal College of Obstetricians and Gynaecologists) munu á mánudag birta skýrslu þar sem m.a. kemur fram að hækkandi barneignaaldur kvenna, hafi í för með sé meiri heilsufarsvandamál fyrir konur en hingað til hafi verið talið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í skýrslunni færa samtökin rök fyrir því að þörf sé á málefnalegri umræðu um hækkandi barneignaaldur kvenna en hingað til hafi farið fram. Segja þau einnig að svo virðist sem konur séu almennt ekki meðvitaðar um það hversu mikið dragi úr frjósemi þeirra eftir 35 ára aldur.

Í skýrslunni kemur fram að eftir 42 ára aldur séu líkur getnaði í hverjum tíðahring 5% miðað við 31% hjá konum undir 35 ára aldri. Þá fylgi  tvisvar til fimm sinnum fleiri heilsufarsvandamál barneignum kvenna sem komnar séu yfir 35 ára aldur en kvenna um tvítugt. Þannig aukist t.d. líkur á sykursýki móður mikið.

„Ef bornar eru saman tölur um konur sem hafa orðið barnshafandi eftir 35 ára aldur þá voru um 8% allra kvenna sem urðu barnshafandi um miðjan níunda áratuginn yfir fertugu. Nú er þessi tala meira en helmingi hærri eða 19%," segir Mandish Dhanjal, höfundur skýrslunnar. Segir hann að m.a. megi rekja hækkandi barneignaaldur kvenna til fyrirmynda í stjörnuheiminum.

„Margar ungar konur lesa tímarit þar sem lögð er áhersla á slíkt," segir Dhanjal. „Því miður virðast fjölmiðlar ekki fjalla jafn mikið um þau vandkvæði sem fylgja slíku."

Frank Furedi, prófessor í félagsfræði við háskólann í Kent, bendir á að aðrir kostir fylgi því fyrir konur að fresta barneignum, svo sem aukin atvinnutækifæri og bættur fjárhagur.  „Ég lít sjálfur ekki  á þetta sem  stórt vandamál," segir hann. „Ef við skoðum tölfræðina þá sjáum við að meðganga hefur aldrei verið öruggari en nú. Við búum við mjög gott heilbrigðiskerfi sem dregur mjög úr þeirri áhættu sem fylgir meðgöngu 35 og 36 ára kvenna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan