Sturtaði hvolpi niður klósettið

Hvolpur í Bretlandi slapp með skrekkinn þegar fjögurra ára gamall drengur sturtaði honum óvart niður klósett þegar hann var að þrífa hann. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Daily Mirror.

Litli drengurinn, Daniel Blair, vildi þrífa hvolpinn, sem er vikugamall cocker spaniel, þegar þeir voru búnir að vera leika sér í garðinum. Hann setti hann því ofan í klósettið og sturtaði niður.

Honum brá hins vegar þegar hvolpurinn sogaðist niður leiðslurnar og festist í framhaldinu í tæpar fjórar klukkustundir.

Slökkviliðsmenn voru m.a. kallaðir á vettvang en þeim tókst ekki að ná til hundsins. Þetta endaði með því að móðir drengsins hringdi í pípulagningarmenn sem fundu hvolpinn á hvolfi um 20 metra frá húsinu þeirra í Northolt, sem er í vesturhluta London.

Hvolpurinn, sem heitir nú Dyno eftir pípurnunum sem björguðu honum, er ómeiddur og er aftur kominn til fjölskyldunnar sinnar.

Daniel litli hefur beðist afsökunar, en hann sakar bróður sinn um að hafa óhreinkað Dyno. „Ég varð að þrífa hann. Mér þykir þetta svo leitt. Ég mun aldrei gera þetta aftur.“

Litlir hvolpar og salerni eiga ekki vel saman.
Litlir hvolpar og salerni eiga ekki vel saman. mbl.is/Ásdís
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir