Ítalskar konur stöðugt niðurlægðar

Þetta byrjaði allt saman í leikjaþáttum í sjónvarpi. Ungar, léttklæddar konur sem voru enn að borga af lýtaaðgerðinni spígsporuðu eins og fatafellur í skini ljóskastaranna. Bert hold og kæruleysisleg framkoma varð að óskrifaðri reglu.

Allt var þetta gert til að auka áhorfið. Og það tókst. Hugmyndin breiddist eins og eldur í sinu um sjónvarpsdagskrána og fyrr en varði var enginn munur á leikþáttunum og kvöldfréttunum.

Stundum voru fatafellutilburðir ekki bundnir við upptökuverin. Sumar fréttakonur þurftu ekki að skipta um starfsvettvang. Hin umtalaða Barbara Matera (sjá mynd) tók 18 ára gömul þátt í kepninni um ungfrú Ítalíu og var ekki orðin 22 ára þegar hún gerðist þula hjá ríkissjónvarpsstöðinni Rai Uno. Sex árum síðar, nú í sumarbyrjun, flaug hún inn á Evrópuþingið sem fulltrúi hægri flokks Silvios Berlusconi forsætisráðherra.

Sjálf lýsti hún sigrinum sem femínskum áfangasigri. Með kjörinu hefði hún brotið niður þá fordóma að fegurð og andlegt atgervi fari ekki saman. Hún væri sporgöngukona Mara Carfagna, fyrrverandi sýningarstúlku og núverandi jafnréttismálaráðherra Ítalíu.

Umdeildur áfangasigur

Fátt bendir þþó til að áfangasigur Matera falli í kramið hjá femínistum, ef marka má viðtal New York Times við jafnréttissinnann Lorella Zanardo, leikstjóra kvikmyndarinnar Il Corpo delle Donne, eða Líkami kvenna í íslenskri þýðingu.

Myndin er byggð á hundruðum klukkustunda á sjónvarpsefni og fjallar um stöðu og hlutverk ítalskra kvenna í sjónvarpi, hvort sem þær koma fram á ríkissjónvarpsstöðum eða glansstöðvum fjölmiðlaveldis forsætisráðherrans umdeilda.

„Þetta var hræðileg reynsla því að ég bjóst ekki við að sjá svo mikla niðurlægingu,“ segir Zanardo sem fullyrðir að aðeins fyrirsætur eigi möguleika á störfum í sjónvarpi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir