Ræningjar gómaðir með aðstoð Google

Street View kom í góðar þarfir við rannsókn glæpamáls í …
Street View kom í góðar þarfir við rannsókn glæpamáls í Hollandi. Reuters

Hollenska lögreglan hefur handtekið tvíburabræður vegna gruns um aðild þeirra að ráni eftir að fórnarlamb þeirra, 14 ára drengur þekkti þá aftur á ljósmynd þar sem sást til bræðranna að veita honum eftirför á Google Earth Street View forritinu.

Lögreglan í Groningen segist halda að þetta sé í fyrsta sinn sem myndir af Street View hafi verið notaðar til að leysa glæpamál í Hollandi og hugsanlega víðar.

Drengurinn tilkynnti lögreglunni í september síðast liðnum að ræningjar hefðu haft af honum sem nemur 165 evrum og farsíma. Tveir menn drógu hann af reiðhjóli í Groningen og rændu hann.

Í mars síðast liðnum skýrði drengurinn frá því að hann hefði séð sjálfan sig á Street View í Groningen og að hann teldi mennina tvo sem rændu hann. Lögreglan þurfti að biðja Google um upprunalegu myndirnar því á Street View eru öll andlit í móðu.

Google afhenti myndirnar og innbrotadeild lögreglunnar kannaðist við mennina á myndinni og saksóknari athugar nú hvort tvíburarnir verði kærðir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson