Ítalskur prestur missti ökuréttindi sín nýverið eftir að hann varð uppvís að akstri ökutækis undir áhrifum áfengis. Presturinn bar við að hann hefði aðeins drukkið messuvín í tengslum við kirkjuþjónustu hjá söfnuði sínum, og hefur kært ökuréttismissinn.
Presturinn heldur því fram að um hafi verið að ræða einskonar „skyldudrykkju“, í tengslum við fjórar messur hjá kaþólsku kirkjunni. Ekki eigi að svipta hann ökuréttindum vegna slíkrar drykkju.
Áfengismagnið í blóði prestsins mældist 0,8 prómill en hámarkið í landinu er 0,5.