Konur hamingjusamastar 28 ára

Brasilíska fyrirsætan Adriana Lima varð 28 ára 12. júní sl. …
Brasilíska fyrirsætan Adriana Lima varð 28 ára 12. júní sl. Hún á því gott ár framundan, ef marka má rannsókn Clairol. Reuters

Rannsókn bandaríska hárvöruframleiðandans Clairol hefur leitt í ljós að konur eru hvað hamingjusamastar árin áður en þær verða þrítugar. Á því tímabili eru þær hvað ánægðastar með líkama sinn, eru sjálfsöruggar og njóta kynlífs til fulls. Hamingjan fer svo dvínandi þegar áhyggjur af gráum hárum og hrukkum taka við.

Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá rannsókninni. Þar kemur fram að hún var gerð á 25 til 65 ára konum og meðal þess sem kom fram er, að konur eru ánægðastar í starfi 29 ára og í sambandi þrítugar, þrátt fyrir að lifa bestu kynlífi 28 ára.

Yfir sextíu prósent finnst þær eldast hraðar en karlmenn og 56% höfðu áhyggjur af því að útlit þeirra breytist til hins verra með tímanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar