Skildu á brúðkaupsdaginn

Það var ekki farið í neina brúðkaupsferð að þessu sinni.
Það var ekki farið í neina brúðkaupsferð að þessu sinni. mbl.is/Jim Smart

Pólskt par sem var nýbúið að láta gefa sig saman hjá borgarfógeta í Þýskalandi lenti í miklu rifrildi eftir athöfnina og ákváðu að slíta samvistum á brúðkaupsdaginn.

„Hann sagðist aldrei vilja sjá brúði sína framar og fór fram á ógildingu hjónabandsins," er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Hanover á fréttavef Reuters.

Á miðvikudaginn var fóru hin nýbökuðu hjón að rífast svo heiftarlega að brúðguminn réðist á eiginkonu sína með búrhnífi og reyndi að skera af henni hárið.

Eftir tvö símtöl sem enduðu í skömmum og gnístan tanna fór brúðguminn á heimili fyrir heimilislausa og eyddi brúðkaupsnóttinni þar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka