Finnar bestir í að bera konur

Finnar bundu í dag enda á 11 ára sigurgöngu Eista og hlutu bæði gull- og bronsverðlaun í hinni árlegu Heimsmeistarakeppni í eiginkvennaburði sem haldin er í Sonkajaervi í mið-Finnlandi.

Taisto Miettinen hljóp eftir 250 metra langri brautinni, með tveimur hindrunum og sundlaug, á aðeins 62 sekúndum með Kristiinu Haapanen á bakinu. Parið voru þannig 0,1 sekúndu fyrr í mark en eistnesku keppendunum Alar Voogla og Kristi Viltrop.

Miettinen hefur tekið þátt í keppninni á hverju ári í heilan áratug og sagðist í skýjunum yfir að hafa loksins farið með sigur af hólmi. „Ég hef nokkrum sinnum tapað með 0,1 sekúndu mun og ég hef líka hrasað. Sigurinn í dag er virkilega sætur,“ hefur AFP fréttastofan eftir honum.

Þorpið Sonkajaervi, um 490 kílómetra norður af Helsinki, hefur komið sér á kortið með keppninni síðastliðin 14 ár og vakið heimsathygli. Keppendurnir í ár komu frá 8 löndum, þ.á.m. Ástralíku, Írlandi og Tékklandi. 

Hugmyndin af keppninni er byggð á sögusögnum af ræningjanum Herkko Rosvo-Ronkainen sem hafðist við í skógi nærri  þorpinu og er sagður hafa rænt mat og stundum hrifið á brott konur úr þorpum í héraðinu. 

Taisto Miettinen og Kristiina Haapanen á fullri ferð.
Taisto Miettinen og Kristiina Haapanen á fullri ferð. Reuters
Heimsmeistarakeppnin í eiginkvennaburði verður vinsælli með hverju árinu
Heimsmeistarakeppnin í eiginkvennaburði verður vinsælli með hverju árinu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir