Drykkfelldur greifingi

Ekki fylgir sögu hversu mikil umferð var á veginum þar …
Ekki fylgir sögu hversu mikil umferð var á veginum þar sem hinn drukkni greifingi hafði hreiðrað um sig. Retuers

Drukkin greifingi olli nokkrum usla á vegi í Þýskalandi þar sem hann roggaði í kring um haug af ofþroskuðum kirsuberjum sem hann hafði sankað að sér, og neitaði að fara.

Reuters fréttastofan greinir frá því að bifhjólamaður nærri bænum Goslar í mið-Þýskalandi hafi hringt til lögreglu og tilkynnt um dauðan greifingja á veginum. Þegar lögreglumenn fóru að kanna málið reyndist greifinginn vera sprelllifandi, en drukkinn.

Lögreglan uppgötvaði að dýrið hafði gætt sér á kirsuberjum úr nærliggjandi tré, en þau höfðu ofþroskast og voru full af áfengi. Þeim tókst ekki að hræða greifingjan burt af veginum en að lokum tókst þeim að hrekja hann út af með kústi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka