Reykingar hafa áhrif á varanleika sambanda

Reuters

Ýmsir þættir, svo sem aldur, fyrri sambönd og reykingar, hafa áhrif á það hvort hjónabönd fólks endast, samkvæmt niðurstöður nýrrar ástralskrar könnunar. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Rannsóknin, sem nefnd er „What's Love Got to Do With It", var unnin var á vegum Australian National University. Hún náði til 2.500 para, sem annað hvort voru gift eða bjuggu saman í óvígðri sambúð á árunum 2001 til 2007.

Niðurstöður hennar eru m.a. þær að tvöfalt minni líkur séu á að sambúð endist sé karlinn níu árum eldri en konan. Það sama á við um pör sem byrja búskap áður en karlinn nær 25 ára aldri.

Mun algengara er einnig að pör, sem eiga börn frá fyrri samböndum, skilji en pör sem eiga ekki börn en eitt af hverjum fimm samböndum, þar sem stjúpbörn eru inni í myndinni, enda með skilnaði. Til samanburðar enduðu 9%  annarra sambanda með skilnaði.

90% meiri líkur eru einnig a því að upp úr sambúð slitni sé hún ekki fyrsta sambúð viðkomandi.

Skilnaðir foreldra hafa einnig áhrif á varanleika sambanda barna þeirra en samkvæmt könnuninni skilja 16% einstaklinga sem eiga fráskilda foreldra samanborðið við 10% einstaklinga sem ekki eiga fráskilda foreldra.

Það vekur einnig athygli að tekjur karlmanna hafa meiri áhrif á varanleika sambanda en tekjur kvenna. Er tíðni sambandsslita mun hærri meðal tekjulítilla karla en tekjuhárra.

Sambönd þar sem annar aðilinn reykir en hinn ekki eru einnig líklegri til að slitna en sambönd þar sem báðir aðilar annað hvort reykja eða reykja ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir