Skilaði bók eftir 46 ár

Reuters

Hann varð heldur betur glaður í bragði maðurinn í Derby á Bretlandi þegar bókasafnið í Derby bauð þeim sem áttu eftir að skila bókum að sleppa við sekt ef þeir skiluðu inn bókum. Hann var fljótur til og skilaði bók sem hann hafði tekið 46 árum fyrr, árið 1963. Að öðrum kosti hefði hann getað þurft að greiða 2.500 pund í sekt, að því er segir í frétt BBC.

David Hall fékk bókina Engineering Workshop Practice lánaða fyrir föður sinn og var löngu búinn að gleyma því þegar hann fann bókina fyrir tilviljun nýverið er hann var að ganga frá munum sem voru í eigu föður hans, sem lést fyrir tuttugu árum, og geymdir voru upp á háalofti.

„Ég tók eftir því að þetta var sama bókin og ég tók að láni fyrir langa löngu  og hugsaði með mér að kannski ætti ég að skila henni á bókasafnið. Þá fékk ég upplýsingar um að hægt væri að sleppa við sektina og leit á það sem einskæra heppni," segir Hall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup