Umhverfisvænt vændishús

Það getur borgað sig að ferðast um á reiðhjóli
Það getur borgað sig að ferðast um á reiðhjóli AP

Neyðin kennir naktri konu að spinna, að minnsta kosti ef litið er til aðgerða sem þýska vændishúsið Maison d'Envie í Berlín hefur gripið til á samdráttartímum. Viðskiptavinir vændishússins sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fá fimm evru afslátt af gjaldinu sem greitt er fyrir þjónustu hússins. Hefðbundið gjald er sjötíu evrur. 

Eigandinn, Thomas Goetz, segir í samtali við Reuters fréttastofuna, að þeir sem koma með almenningssamgöngum verði að vísu að sanna það. Hann segir þetta gott fyrir reksturinn, umhverfið og stúlkurnar sem starfa í vændishúsinu.

Hann segir að reksturinn hafi orðið illa úti í kreppunni en svo virðist sem tilboðið sé að skila auknum tekjum. „Við fáum þrjá til fimm nýja viðskiptavini á hverjum degi sem nýta sér afsláttinn," segir Goetz.

Vændi er leyfilegt í Þýskalandi en talið er að um 400 þúsund manns starfi í kynlífsiðnaðinum þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar