Var hún of falleg fyrir fangelsið?

Amitjo Kajla
Amitjo Kajla

Breski fangavörðurinn Amitjo Kajla, sem er 27 ára, segist hafa orðið að hætta vegna eineltis sem hún sætti í fangelsinu sem er í grennd við Wolverhampton. Hún þótti vera of falleg, að sögn BBC.

Kajla hefur nú farið fram á bætur vegna óréttmætrar uppsagnar. En nokkrir fyrrverandi vinnufélagar hennar gagnrýna framkomu hennar við fangana, sem eru ungir karlar. Er m.a. fullyrt að margir fanganna hafi vitað um heimilisfang hennar. En Kajla segist í reynd hafa verið rekin í fyrra þótt ekkert hafi verið fundið að ferli hennar.

Lögmaður Kajla segir að annar fangavörður, Lee Hastings, hafi eitt sinn öskrað á Kajla þótt hún hafi aðeins verið að framfylgja fyrirmælum. Philippa Maddox, einn af yfirmönnum Kajla, segir að hún hafi hundsað ráðgjöf um hárgreiðslu og förðun og hafi kvartað undan því að einkennisbúningurinn væri of þröngur. Hún hafi líka talað við fangana. „Hún vissi ekki hvar mörkin voru og var ekki nógu ákveðin við fangana,“ sagði Maddox.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar