Ástarbréfið komst loks til skila

Ástarbréf sem breskur karlmaður skrifaði spænskri unnustu sinni fyrir sextán árum er nú loks komið til skila. Bréfið týndist bakvið arinhillu en fannst þegar arinninn var tekinn niður vegna endurbóta.

Bretinn Steve Smith og Carmen Ruiz-Perez frá Spáni, felldu hugi saman í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar, þegar Carmen dvaldi í Brixham sem skiptinemi. Steve og Carmen trúlofuðust eftir rúmlega ár en upp úr slitnaði þegar Carmen flutti til Frakklands til að reka verslun í París.

Steve gleymdi þó aldrei Carmen og ákvað fáum árum síðar að skrifa henni ástarbréf og sendi bréfið á heimilisfang móður Carmen. Móðir hennar setti bréfið á arinhillu en bréfið rann bakvið arininn og komst því aldrei í hendur Carmen.

Verkamenn sem unnu að endurbótum á húsi móður Carmen á dögunum fundu ástarbréfið þegar þeir tóku niður arininn og komu því til skila.

„Ég var svo taugaveikluð þegar ég fékk bréfið að ég hringdi ekki strax í Steve. ég tók um símtólið hvað eftir annað en lagði jafnharðan á. En ég vissi að ég yrði að hringja og lét loks verða af því,“ sagði Carmen við breska fjölmiðla.

Steve sagði að það væri líkt og tíminn hefði staðið í stað þegar parið loks hittist á ný.

„Þetta var eins og í kvikmynd. Við hlupum móti hvort öðru í flugstöðinni og féllumst í faðma. Við horfðumst í augu í hálfa mínútu og kysstumst svo heitt og innilega. Við vorum enn ástfanginn. Bréfið komst í réttar hendur og skilaði tilætluðum árangri,“ sagði Steve Smith en parið gekk í heilagt hjónaband á föstudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar