Nakinn frambjóðandi

Robert Burck hefur boðið sig fram til borgarstjóra.
Robert Burck hefur boðið sig fram til borgarstjóra. Reuters

Tónlistarmaðurinn Robert Burck sem spilar fáklæddur á gítar fyrir vegfarendur á Times Square í New York er eini mótframbjóðandinn gegn núverandi borgarstjóra, Michael Bloomberg.

Burck sem kallar sig Nakta kúrekann, segist vera vanur að gera stóra hluti með lítið milli handanna og telur að sá þankagangur muni skila honum í borgarstjórastólinn í komandi kosningum.

Samkvæmt Ananova-fréttavefnum klæðist kúrekinn einungis kúrekahatti, hvítum nærbuxum sem á er letrað Naked Cowboy og kúrekastígvélum. Hann segist þéna um eitt þúsund dali á dag með því að skemmta ferðamönnum en Bloomberg er milljarðamæringur sem hagnaðist á verðbréfamarkaðnum á Wall Street.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar