Sérkennilegur næturgestur

Heldur óvenjulegt er að naut gisti á hóteli
Heldur óvenjulegt er að naut gisti á hóteli Reuters

Kínverskt hótel fékk óvenjulegan næturgest nýverið, nautgrip sem gerði sér lítið fyrir og hljóp inn í hótelbygginguna. Móðir hóteleigandans segir í viðtali við kínverskt dagblað að sér hafi óneitanlega brugðið er hún vaknaði upp við að dyrnar voru rifnar upp á herberginu sem hún svaf í og naut kom inn til hennar. „Ég var steinsofandi í rúmi mínu þegar hurðin var brotin upp og nautgripur stóð við hlið rúmsins og starði á mig," segir frú Wang.

Segist hún hafa orðið svo hrædd að hún hafi skriðið undir rúm og haldið sig þar þangað til sonur hennar náði að véla nautið í annað herbergi þar sem enginn gisti í.

Nautið virðist hafa líkað vistin vel því það harðneitaði að yfirgefa herbergið þegar lögregla kom á staðinn. Endaði lögreglan með að binda nautið niður svo það skaðaði hvorki sjálft sig né gesti hótelsins. Óskaði lögreglan síðan eftir því að nautið fengi að gista yfir nóttina á meðan eiganda þess væri leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir