Ástin lenti á bið í 20 ár

Aftenposten fjallaði ítarlega um sögu Elisabethar og Sigurðar.
Aftenposten fjallaði ítarlega um sögu Elisabethar og Sigurðar. mbl.is

Eft­ir stutt sam­band sum­arið 1987 skildi leiðir þeirra Sig­urðar Sig­urðar­son­ar Sz­ar­vas og Elisa­bet­h­ar Haugen, sem þá voru bæði 26 ára göm­ul. Þrem­ur árum síðar hafði hinni norsku Elisa­beth ekki tek­ist að gleyma hon­um og ákvað því að reyna að taka upp þráðinn.

„Ég herti upp hug­ann og hringdi í ís­lensku þjóðskrána, í von um að finna stóru ást­ina mína aft­ur, út frá þeim upp­lýs­ing­um sem ég hafði,“ hef­ur vefút­gáfa Af­ten­posten eft­ir henni. Í kjöl­farið skrifaði hún ástar­bréf til Sig­urðar, árið 1990.

Svo vildi til að móðir Sig­urðar tók á móti bréf­inu og lagði það í skúffu. Bréfið datt hins veg­ar á milli þilja í kommóðunni og lá þar í 17 ár. Þá fékk Sig­urður sím­tal frá móður sinni. „Ég fékk auðvitað áfall þegar ég las bréfið sem ég átti að fá fyr­ir 17 árum, því mér hafði held­ur aldrei tek­ist að gleyma Elisa­beth.“

Hann hafði strax uppi á net­fangi henn­ar og sendi henni línu. Eng­um tog­um skipti þá að þau tóku upp þráðinn og tveim­ur mánuðum síðar flutti hún til Íslands, árið 2007.

Þau höfðu gert áætlan­ir um að gifta sig í sept­em­ber, en vegna krepp­unn­ar á Íslandi hafa áætlan­ir breyst og eru þau nú flutt til Østfold í Nor­egi þar sem Sig­urður er kom­inn með vinnu.

Í hnot­skurn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell