Fékk engan hádegisverð og kveikti því í húsinu

Maðurinn missti algjörlega stjórn á skapinu og kveikti í húsinu. …
Maðurinn missti algjörlega stjórn á skapinu og kveikti í húsinu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Ástralskur dómstóll hefur dæmt karlmann í fangelsi sem brjálaðist og kveikti í heimili sínu eftir að eiginkonan hans gleymdi að búa til hádegisverð handa honum.

Rajah Theivendradas, sem er 54 ára, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa skvett bensíni á heimili sínu og lagt eld að.

Eiginkona hans og tvær dætur, sem eru 21 árs og 16 ára, sluppu með minniháttar brunasár.

„Þetta var óafsakanleg, glórulaus, skaðleg og glæpsamleg hegðun af þinni hálfu,“ sagði dómarinn er dómurinn var upp kveðinn.

Fram kom við réttarhöldin að Theivendradas hefði drukkið mikið af áfengi daginn áður og átt í heiftarlegu rifrildi við aðra dóttur sína. Atvikið átti sér stað í maí í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir