Þýskum ráðherrabíl stolið á Spáni

Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra sést hér ásamt Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra …
Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra sést hér ásamt Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands. Reuters

Ulla Schmidt, heilbrigðisráðherra Þýskalandi, hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að ráðherrabifreið hennar var stolið á Spáni, þar sem ráðherrann var í fríi.

Bifreiðin er ekki af verri endanum, eða Mercedes Benz S-class að verðmæti 16 milljóna kr. Bifreiðinni var stolið í Alicante.

Schmidt flaug þangað á eigin kostnað. Einkabílstjóri hennar varð hins vegar að aka 2.400 km leið á áfangastað til að hitta hana, svo hún gæti sinnt nokkrum opinberum erindagjörðum. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi vilja nú fá að vita hvers vegna ráðherrann þurfti bifreiðinni að halda á Spáni, því þýska sendiráðið á Spáni geti útvegað bíla ef þörf krefur. 

Samtök þýskra skattgreiðenda hafa einnig gagnrýnt ráðherrann. Í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag segja talsmenn samtakanna að það eigi ekki að eyða fé skattgreiðenda í óþarfa þægindi fyrir ráðherrann. 

Embættismenn í heilbrigðisráðuneytinu segja að Schmidt, líkt og aðrir ráðherrar, hafi afnot af bifreið allan sólarhringinn, bæði í opinberum og einkaerindum.

Í dag mun hún hitta Þjóðverja sem búa á Spáni. Talsmenn ráðuneytisins segja að hún muni endurgreiða allan kostnað, sem tengjast ekki opinberum erindagjörðum.

Þjófarnir stálu bíllyklum bílstjórans þar sem hann dvelur á Alicante.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar