Þýskum ráðherrabíl stolið á Spáni

Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra sést hér ásamt Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra …
Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra sést hér ásamt Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands. Reuters

Ulla Schmidt, heilbrigðisráðherra Þýskalandi, hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að ráðherrabifreið hennar var stolið á Spáni, þar sem ráðherrann var í fríi.

Bifreiðin er ekki af verri endanum, eða Mercedes Benz S-class að verðmæti 16 milljóna kr. Bifreiðinni var stolið í Alicante.

Schmidt flaug þangað á eigin kostnað. Einkabílstjóri hennar varð hins vegar að aka 2.400 km leið á áfangastað til að hitta hana, svo hún gæti sinnt nokkrum opinberum erindagjörðum. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi vilja nú fá að vita hvers vegna ráðherrann þurfti bifreiðinni að halda á Spáni, því þýska sendiráðið á Spáni geti útvegað bíla ef þörf krefur. 

Samtök þýskra skattgreiðenda hafa einnig gagnrýnt ráðherrann. Í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag segja talsmenn samtakanna að það eigi ekki að eyða fé skattgreiðenda í óþarfa þægindi fyrir ráðherrann. 

Embættismenn í heilbrigðisráðuneytinu segja að Schmidt, líkt og aðrir ráðherrar, hafi afnot af bifreið allan sólarhringinn, bæði í opinberum og einkaerindum.

Í dag mun hún hitta Þjóðverja sem búa á Spáni. Talsmenn ráðuneytisins segja að hún muni endurgreiða allan kostnað, sem tengjast ekki opinberum erindagjörðum.

Þjófarnir stálu bíllyklum bílstjórans þar sem hann dvelur á Alicante.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir