Breska „grillsumarið“ brest

mbl.is

Breska veðurstofan hafnar því að biðjast afsökunar eftir að hafa mátt viðurkenna að „grillsumarið“ mikla sem hún hafði spáð muni sennilega ekki verða raunin.

Á vef The Times segir að á sama tíma og hellirigni í landinu komi  fram endurskoðuð langtímaspá þar sem því er spáð að veðrið í ágúst verði breytilegt en væntanlega með meiri rigningu en sól.

Talsmaður veðurstofunnar segir að langtímaspár hennar hafi alltaf verið endurskoðaðar og eldri spáin hafi einnig tekið til júní og júlí.

„Grillsumar“ var frasi sem við notuðum til að lýsa því að veðrið væri líklegt til að verða betra heldur en síðustu tvö árin. Fólk sem við höfum talað við segir við mig: Við höfum grillað meira í sumar en síðustu tvö árin.“

Engu að síður þykir endurskoðuð langtímaspá veðurstofunnar nokkur álitshnekkir fyrir hana, en í fréttatilkynningu sem hún birti í apríl sl. var sagt að sumar yrði vel heitt. Ewen McCallum, aðalveðurfræðingur hennar, sagði þar að votviðrasöm sumar á borð við 2007 og 2008 væru harla ólíkleg.

„Þetta sumar verður mun þurrara en venjulega,“ var haft eftir honum. „Takið grillin fram. Líkur eru á köflum þar sem hitinn getur farið upp í 30 gráður á celsíus.“

Philip Eden hjá Konunglegu veðurfræðistofnuninni, gagnrýnir veðurstofuna fyrir að birta svo bjartsýna spá þegar hún hafi haft afskaplega lítið til að byggja spána á.

„Staðreyndin er að þetta eru tilraunaspár. Það er í góðu lagi mín vegna - það er einmitt það sem menn eiga að vera að gera,“ sagði hann í útvarpsviðtali. „Þeir eiga að vera gera rannsóknir með langtímaspár, en vandinn er sá að við vitum ekki nógu mikið um áhrifavaldana, um utanaðkomandi áhrif sem hefur áhrif á veðrið mánuð eða þrjá mánuði fram í tímann.

Aðalgallinn við þessar spár var spuninn í kringum þetta hjá fjölmiðladeild veðurstofunnar - þetta með „grillsumarið“. “ Time segir að einn af starfsmönnum hennar reyndar viðurkennt þegar í maí að deildin hafi fundið þennan frasa upp.

Í dag gaf veðurstofan úr allt öðru vísi spá: Það sem eftir lifir sumars er regnveður líklegt til að vera í kringum meðallag eða yfir meðallagi í Bretlandi.

Það góða við regnveðrið í Bretlandi að því fylgir einatt bjartviðri á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar