Bruno-mynd liður í samsæri

Sacha Baron Cohen
Sacha Baron Cohen DANIEL MUNOZ

Samtök Al-Aqsa píslarvottanna, ein af herskáum samtökum Palestínumanna, hafa reiðst mjög gamanleikaranum Sacha Baron Cohen vegna myndar hans, Bruno. Þar er gert gys að samtökunum.

„Við áskiljum okkur allan rétt til að bregðast við með þeim hætti sem okkur finnst viðeigandi gagnvart þessum manni,“ segir í yfirlýsingu frá Al-Aqsa er telur Bruno vera lið í „samsæri“ gegn samtökunum.

Cohen leikur Bruno, austurrískan tískusnilling er hittir mann að nafni Ayman Abu Aita sem sagður er leiðtogi Al-Aqsa. Reynir Bruno að fá hann til að ræna sér. „Ég vil verða frægur og vil fá bestu mennina í greininni til að ræna mér,“ segir hann. „Al-Qaeda er svo 2001-legt.“

Aita þessi er nú einn fulltrúa Fatah-hreyfingarinnar í Betlehem. Al-Aqsa viðurkennir að hann hafi eitt sinn haft tengsl við samtökin en sé ekki félagi í þeim og hafi aldrei verið leiðtogi þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir