Herferð gegn Íslandi

Hollendingar telja að Íslendingar ættu að krossfesta þá sem bera …
Hollendingar telja að Íslendingar ættu að krossfesta þá sem bera ábyrgð á Icesave. mbl.is/Eggert

Hollenski grín- og háðvefurinn Hersenscheet.com hefur hrundið af stað herferð gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið, með slagorðinu „IceSayNO".

Samkvæmt vefnum þarf Ísland að taka miklum breytingum áður en því verður leyft að ganga í ESB. Herenscheet.com sendi lista með fimm atriðum til hollensku fulltrúanna í Brussel og hafa jafnframt uppi áform um að ráðast inn í Ísland með herafla en þau áform er uppljóstrað um í ritdeilu sem upp er komin á hollensku vefsíðunni milli Viðars Helga Guðjohnsen formanns Landssambands ungra frjálslyndra.

Tekið skal fram að blaðamaður mbl.is telur að um augljóst grín, háð og ádeilu sé að ræða, hér er birt lausleg þýðing á tillögum IceSayNo hópsins en engin ábyrgð er tekin á þeim ásökunum sem hér birtast:


„1. Ísland er eina fjórðaheimsríkið þar sem þeir hafa gjörsamlega tapað efnahag sínum. Íslenski stjórnmálamaðurinn Viðar Helgi Guðjohnsen bar saman ísland og Nígeríu sem að sjálfsögðu er móðgun við Nígeríu. Sökum þess að Ísland uppfyllir ekki kröfur um rétt til inngöngu í ESB ætti Ísland af halda af stað í leit sinni að fjárhagnum.

2. Sökudólgarnir í Icesave-málinu, eins og Björgólfur Thor Björgólfsson ætti að draga fyrir alþjóða glæpadómstólinn í Haag. Það væri líka í fínu lagi ef íslenska þjóðin sæi sér fært að krossfesta þessa menn á hvolfi á markaðstorgi í Reykjavík.

3. Íslenska ríkisstjórnin ætti að heimsækja Holland og England og biðja fólkið sem missti fé sitt afsökunar. Þeir ættu að fara heim til fórnarlambanna allra með tölu og biðjast afsökunar.

4. Ísland ætti að skila af sér greiðsluáætlun vegna endurgreiðslu á öllu því erlenda fé sem það tapaði í hruninu. Ef Ísland setur ekki saman ásættanlega áætlun verður tekið til ráðstafana. Ráðstafana á borð við að skrúfa fyrir vatnið í goshverunum þeirra.

5. Ef Ísland samþykkir ekki þessar tillögur hér að ofan mun innrásaráætlun Herenscheet.com verða hleypt af stokkunum."

Kröfur IceSayNO

Innrásin í Ísland

Ritdeila við Viðar Helga Guðjohnsen

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan