Sænsk hjón, sem ætluðu til ítölsku eyjunnar Capri, óku til bæjarins Carpi á Norður-Ítalíu vegna þess að þau stafsettu nafn eyjunnar rangt í GPS-leiðsögutækið sitt. Um 650 km eru á milli staðanna.
Hjónin vöktu mikla undrun bæjarbúa í Carpi þegar þau spurðu hvar Blái hellirinn væri. „Capri er eyja. Þau furðuðu sig ekki á því að þau skyldu ekki hafa þurft að fara yfir brú eða með báti,“ sagði einn bæjarbúanna.