Brasilískur sálfræðingur hefur fengið opinbera áminningu í starfi fyrir að bjóða upp á meðferð við samkynhneigð. Sagði sálfræðingurinn, Rozangela Alves Justino, að hún gæti læknað samkynhneigða af „sjúkdómi" sínum.
Justino, sem starfar í Rio de Janeiro, fær að halda áfram að starfa sem sálfræðingur en bannað að halda því fram að samkynhneigð væri tilkomin vegna áfalls í barnæsku. Hún ætlar hins vegar að áfrýja niðurstöðunni. Enda vill hún bjarga fólk frá því að laðast að fólki af sama kyni, sagði hún í samtali við vefmiðil í Brasilíu í dag.