Biskupsdæmið í Truro, Englandi, hyggst lögsækja ljósmyndarinn Andy Craddock fyrir að taka erótískar ljósmyndir kirkju heilags Mikaels Penkivel í Cornwall. Birti Craddock myndirnar á vefsíðu sinni en á þeim má sjá fáklæddar fyrirsætur.
„Kirkjan harmar að hinn helgi staður hafi verið notað á þennan hátt,“ segir Jeremy Downing, talsmaður biskupsdæmis Truro og segir myndirnar mjög meiðandi. „Hvort sem hann [Craddock] fór þarna inn með löglegum hætti eða ólöglegum þá notaði hann rýmið á óviðeigandi hátt.“