„Ég hef ekki rætt um nærfötin mín við aðra úr áhöfninni,“ sagði Koichi Wakata geimfari sem kom til jarðar með Endeavour-geimskutlunni í gær. Wakata hafði farið 2.208 sinnum í kringum jörðina á 138 dögum en eftir lendinguna sagðist Wakata ekki hafa skipt um nærbuxur í mánuð, í þágu vísindanna.
„Ég var í þeim í u.þ.b. einn mánuð og félagar mínir í geimstöðinni kvörtuðu ekki á þeim tíma, svo ég held að tilraunin hafi tekist vel,“ sagði Wakata við blaðamenn. Fatnaðurinn er hannaður til að þola langar geimferðir og er m.a. eldþolinn, lykteyðandi, bakteríueyðandi, auk þess sem hann hrindir frá sér vatni.