Vísindamenn við Oxford-háskóla segja konur frekar aðhyllast karlmenn haldi þær að þeir muni annast heimilisstörf og taka á sig jafnan skerf af barnauppeldinu.
Í nýlegri könnun, sem var gerð í 13 löndum, voru sænskir og norskir karlmenn í tveimur efstu sætunum en ástralskir í því neðsta. 13.500 manns á aldrinum 20-45 ára voru spurð spurninga varðandi kynjahlutverk, húsverk og barnauppeldi. Í ljós kom að karlar gera lítið tilkall til þessara sömu eiginleika í fari kvenna.