Bandarísk kona á sextugsaldri hefur verið ákærð eftir upp komst að hún starfaði sem hjúkrunarkona á einkastofu í Norwalk í Connecticut án leyfis. Konan, Betty Lichtenstein, hélt sér meira að segja veislu og verðlaunaði sig Hjúkrunarkonu ársins 2008. Rannsóknin hófst eftir að sjúklingur kvartaði undan vinnubrögðum konunnar.
Yfirmaður konunnar, Gerald Weiss, og starfsfólk hans sögðust enga ástæðu hafa fyrir að telja Betty ekki hjúkrunarkonu. Og eftir að hún hlaut viðurkenninguna var ekki efi í þeirra huga. Það var Hjúkrunarfélag Connecticut sem veitti Betty viðurkenninguna, en það er ekki til.
Málið minnir á kvikmyndina Nurse Betty frá árinu 2000, ef ekki aðeins nema fyrir þær sakir að um Betty er að ræða í báðum tilvikum. Í kvikmyndinni leikur Renée Zellweger þernu sem fer að vinna sem hjúkrunarkona án leyfis. Í hennar tilviki vissi starfsfólkið á sjúkrahúsinu það hins vegar.
Verði Betty Lichtenstein sakfelld gæti hún hlotið fimm ára fangelsisvist í refsingarskyni.