Fljúgandi prestar berjast við svínaflensuna

Rabbínarnir fljúgandi hafa leikið á hljóðfærið shofar. Það er búið …
Rabbínarnir fljúgandi hafa leikið á hljóðfærið shofar. Það er búið til úr horni hjartardýrs eða kindar og aðeins notað við hátíðleg tækifæri. Reuters

Gyðingaprestar og dulspekingar í Ísrael flugu yfir landið sl. mánudag í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útbreiðslu svínaflensunnar svokölluðu. Um 50 trúarleiðtogar báðust fyrir og blésu sérstök blásturshljóðfæri, sem kallast shofar, og eru aðeins notuð við hátíðleg tækifæri.

Haft er eftir gyðingaprestinum Ytzhak Batzri í dagblaðinu Yedioth Ahronoth að tilgangurinn sé að stöðva útbreiðslu faraldursins og koma í veg fyrir dauðsföll. Hann segir að prestarnir séu þess fullvissir - þökk sé bænunum - að hættan sé liðin hjá.

Fram kemur á fréttavef BBC að í Ísrael sé aðeins talað um H1N1-veiruna en ekki svínaflensuna, enda svín óhrein dýr í gyðingatrú. Það er t.d. bannað að leggja sér svínakjöt til munns, skv. lögum gyðinga.

Þá segir að um 2.000 svínaflensutilfelli hafi greinst í landinu skv. tölum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu. 

Myndskeið sem sýnir prestanna biðja í flugvélinni má sjá á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir