Nakinn, drukkinn og villtur

Brynjar Gauti

Nakinn og kófdrukkinn maður villtist á nýsjálensku hóteli og endaði  á að sofna inni í vitlausu herbergi. Hinn 29 ára Ástrali hafði farið á hótelið í Queenstown ásamt konu, en vaknað um nóttina og ráfað inn í herbergi þar sem fyrir voru sofandi hjón.

Á meðan boðflennan svaf, flúði konan inn á baðherbergið en á meðan kallaði maðurinn til lögreglu.

Lögregla sem kom á vettvang sagði að maðurinn hefði verið hissa á því að sjá fólk í herberginu og að sjálfur væri hann allsnakinn.

Maðurinn sem gat hvorki munað hvaða konu hann hafði verið með né í hvaða herbergi þau höfðu verið var eins og fyrr segir fatalaus og því peningalaus í þokkabót.

Lögreglan skutlaði honum heim á baðslopp í boði hótelsins en hvorki hótelið né gestirnir töldu ástæðu til að leggja fram kæru á hendur honum.

Þetta var alltof fyndið var haft eftir lögregluþjóninum um atvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hólmfríður Bjarnadóttir: Æ Æ
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir