Hollenskur maður á áttræðisaldri hélt ásamt 15 ára barnabarni sínu í heimsókn til ættingja í Ástralíu en ættingjana var hvergi að finna þegar á afangastaðinn var komið því þeir höfðu flogið til Sydney í Nova Scotia í Kanada.
Joannes Rutten og barnabarnið Nick bókuðu ferðina hjá hollenskri ferðaskrifstofu og lögðu af stað á laugardaginn fyrir viku frá Schiphol flugvelli og lentu í grennd vi Sydney á Cape Breton Island sem er fyrir utan ströndum Kanada til norðausturs.
Ferðalangarnir komust til réttar borgar á miðvikudaginn var en voru að sögn ögn ferðalúnir.
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem þetta gerist. Samkvæmt Reuters fréttavefnum fór breskt par frá London þessa sömu leið 2002 og ákváðu þau að eyða fríinu í Kanada úr því þau voru komin þangað í stað Ástralíu.