Skylt að kenna biblíufræði

Börn og unglingar í Texas eiga að læra um Biblíuna …
Börn og unglingar í Texas eiga að læra um Biblíuna í vetur. Reuters

Samkvæmt lögum í Texas í Bandaríkjunum verður öllum grunnskólum á vegum ríkisins skylt að kenna biblíufræði í vetur, en það hefur ekki talist til skyldunámsefnis hingað til.

„Við lok skólaársins þá munu þau [nemendurnir] átta sig að hún er alltumlykjandi. Þú kemst ekki frá henni. Krakkarnir komu aftur og sögðu: „Þetta er allsstaðar“,“ segir John Keeling, sem er yfir félagsfræðideildinni í Whitehouse gagnfræðiskólanum, í samtali við fréttstöðina KLTV í Bandaríkjunum.

Hingað til hefur skólinn boðið upp á biblíufræði sem valfag. „Tilgangur námskeiðsins er ekki að fá krakkana til að trúa því sem í henni stendur. Heldur að þau kunni að meta þau gríðarlegu áhrif sem hún hefur haft á okkar sögu og stjórnvöld í landinu,“ segir Keeling.

Lögin sem um ræðir voru samþykkt árið 2007 en það er fyrst nú sem þau taka gildi.

Viðbrögð íbúa í austurhluta Texas er blendin. Á meðan sumir fagna þessu þá eru aðrir sem vilja ekki að verið sé að kenna börnum trúarbragðafræði. Foreldrar vilji einfaldlega fá að gera það heima hjá sér á eigin forsendum.

Víða er þó ekki búið að framfylgja lögunum vegna ónógra opinberra fjárframlaga og ruglingslegs orðalags í lögunum.

Eins og staðan er núna verða skólayfirvöld þó að finna leiðir til að framfylgja lögunum áður en skólarnir hefjast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar