Kúbumenn eru ýmsu vanir eftir hálfrar aldar alræði kommúnista en nú finnst sumum, að mælirinn sé fullur. Það nýjasta frá stjórnvöldum er, að landsmenn verði að komast af án klósettpappírs út þetta ár.
Það er kúbanska ríkisfyrirtækið Cimex, sem séð hefur íbúunum fyrir þessari nauðsynjavöru, en vegna áfalla af völdum fellibylja og gjaldeyrisskorts getur það ekki lengur keypt inn pappír og annað, sem þarf í framleiðsluna.