Lögreglan rannsakar Evróvisjón atkvæðagreiðslu

Armensku keppendurnir í ár, þær Inga og Anush.
Armensku keppendurnir í ár, þær Inga og Anush. Reuters

Lögreglan í Aserbaídsjan hefur yfirheyrt hóp fólks í landinu sem kaus nágrannaríkið Armeníu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor.

Einn hinna yfirheyrðu segir í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hafi verið sakaður um að hafa verið óþjóðrækinn og að þetta hafi mögulega ógnað öryggi þjóðarinnar. Lag Armena í ár hét „Jan Jan“.  

Yfirvöld í Aserbaídsjan segja hins vegar að fólkið hafi einfaldlega verið beðið um að útskýra hvers vegna það hafi kosið Armena.

Ríkin deildu á tíunda áratugnum um hið umdeilda hérað Nagorno-Karabakh.

Alls eru 43 Aserar sagðir hafa greitt Armenum sitt atkvæði í keppninni. Ekki liggur fyrir hversu margir þeirra hafa verið yfirheyrðir.

AySel og Arash kepptu fyrir hönd Aserbaídsjan í ár.
AySel og Arash kepptu fyrir hönd Aserbaídsjan í ár. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir