Lottóvinningshafi reyndi að múta lögreglumönnum

Bifreiðin, gulur Ferrari 599 GTB Fiorano, sem er svipaður þessum …
Bifreiðin, gulur Ferrari 599 GTB Fiorano, sem er svipaður þessum sem hér sést, hefur verið gerð upptæk.

Franskur milljónamæringur hefur verið fundinn sekur um að hafa reynt að múta tveimur lögreglumönnum sem stöðvuðu hann ölvaðan undir stýri í glæsilegri Ferrari sportbifreið.

Pascal Brun, sem er 39 ára gamall fyrrum slátrari, hóf að safna ítölskum sportbílum eftir að hafa unnið 26 milljónir evra (4,7 milljarða kr.) í EuroMillion lottóinu árið 2004. Hann var handtekinn í strandhéraði við Atlantshaf, skammt frá frönsku borginni Bordeaux, sl. laugardag.

Lögreglumennirnir höfðu afskipti af Brun vegna þess hve illa hann hafði lagt bifreiðinni. Þeir tóku eftir því að hann var greinilega ölvaður og létu hann því blása í áfengismæli. Niðurstaðan leiddi í ljós að áfengismagnið í blóði Bruns var fjórum sinnum meira en leyfilegt er.

Fram kemur í frönskum fjölmiðlum að Brun hafi áður verið sviptur ökuréttindum fyrir að hafa ekið Ferrari undir áhrifum áfengis.

Hann brá á það ráð að bjóða lögreglumönnunum upp á drykk heima hjá sér og bauð þeim jafnframt 1.000 evrur fyrir að sjá í gegnum fingur sér.

Lögreglumennirnir létu ekki glepjast og hefur Brun verið sakfelldur fyrir að hafa verið ölvaður undir stýri og fyrir að hafa reynt að múta lögreglumönnunum.

Hann hefur því verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið. Brun var jafnframt gert að greiða sitt hvorum lögreglumanninum 500 evrur í skaðabætur.

Verjandi Bruns vonast hins vegar til að sérstakur dómstóll, sem tekur lokaákvörðun um refsinguna, muni leyfa skjólstæðingi sínum að ganga með rafrænt eftirlitstæki í stað þess að þurfa að þurfa að sitja á bak við lás og slá.

Hann hefur hins vegar verið aftur sviptur ökuréttindunum og dómstóllinn hefur gert bifreiðina, sem er af gerðinni Ferrari 599 GTB Fiorano, upptæka.

Verjandinn sagði að Brun hefði hegðað sér með þessum hætti vegna þess hve hann hafi verið einmana frá því hann vann í lottóinu. Bílarnir væru nú hans eina ástríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar