Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðu um Icesave-málið á Alþingi í dag, að hann hefði ekki verið sammála ýmsu í fyrri hluta ræðu, sem Þór Saari, þingmaður Borgaraflokks flutti um málið.
Sagði Tryggvi Þór að þessi hluti ræðu Þórs hefði minnt sig á ýmislegt sem finna mætti í bloggfærslum á eyjunni.is.
Þór sagði, að vegna vegna þess að verið væri að bendla hann við eyjuna.is væri rétt að halda því til haga, að ættarnafni Saari væri finnskt og þýddi eyja á því máli.