Vasaþjófar lauma seðlum á fólk

Sýndu mér pundin.
Sýndu mér pundin. Reuters

Ferðamenn sem heimsækja stórborgir á borð við London hafa oft varann á sér gagnvart vasaþjófum, sem ásælast veski og önnur verðmæti. Nú hefur dæmið snúist við hjá sumum vasaþjófum sem vilja láta gott af sér leiða.

Vegna efnahagsþrengingana og þeirra fjárhagsvandræða sem margir eru í hefur hópur 20 fyrrverandi vasaþjófa gripið til þess ráðs að lauma peningum í vasa grunlausra ferðamanna í London. 

Allt frá fimm til tuttugu punda seðlum rata í vasa ferðamanna við Trafalgartorg, Covent Garden og aðra vinsæla ferðamannastaði.

Uppátæki þjófanna stendur út ágúst í London mun breiðast út á landsvísu. Það er síma- og breiðbandsþjónustan TalkTalk sem stendur á bak við þetta, en talsmenn þeirra segjast vilja gleðja fólk á óvenjulegan hátt.

„Það er gott af gefa eitthvað til baka. Og Bretar þurfa svo sannarlega á því a halda í núverandi efnahagsástandi,“ segir fyrrum vasaþjófurinn Chris Fitch, sem stýrir nú verkefninu fyrir hönd TalkTalk.

„Í hvert sinn sem ég set peninga í vasann hjá einhverjum, þá minnkar samviskubitið örlítið gagnvart þeirri staðreynd að ég hef varið mörgum árum að taka frá fólki,“ segir hann.

Lögreglan í London hefur fengið að vita um verkefnið. Stefnt er að því að gefa um 100.000 pund.

Ferðamenn við Trafalgartorg.
Ferðamenn við Trafalgartorg. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir