Fann giftingahringinn 16 mánuðum síðar

mbl.is/Ásdís

Ný­sjá­lensk­ur karl­maður stóð við stóru orðin fann gift­inga­hring­inn sinn sem hann missti ofan í höfn­ina í Well­ingt­on. Hann lofaði eig­in­konu sinni að hann myndi finna hring­inn, og það gerði hann 16 mánuðum síðar.

Vist­fræðing­ur­inn Al­eki Tau­moepeau var að vinna á bát í höfn­inni í fyrra þegar hann missti hring­inn í sjó­inn á um þriggja metra dýpi. Hann setti strax út akk­erið á bátn­um og hélt því fram að hring­ur­inn myndi koma í leit­irn­ar.

Vin­ir hans kalla hann nú Hringa­drótt­inn og vísa í hina vin­sælu sögu Tolkiens, sem var kvik­mynduð í Nýja Sjálandi. Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

„Hann skaust upp í loft og all­ir í bátn­um horfðu á hann og sögðu að þetta minnti á atriði úr Hringa­drótt­ins­sögu sýnt hægt,“ seg­ir eig­in­kon­an Rachel Tau­moepeau.

Hjón­in voru búin að vera gift í þrjá mánuði þegar at­vikið gerðist.

Eig­inmaður­inn hóf strax leit og eft­ir þrjá mánuði hafði leit­in eng­an ár­ang­ur borið. Hann gafst þó ekki upp og hélt áfram að leita þrátt fyr­ir kulda og vetr­ar­veður.

„Ég var kald­ur og þreytt­ur og ég sagði við guð að nú væri frá­bært að finna hring­inn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann hefði notað GPS-staðsetn­ing­ar­tæki við leit­ina.

Loks fannst hring­ur­inn rétt hjá akk­er­inu.

„Ég trúði því ekki að ég gæti séð hring­inn svona greini­lega,“ seg­ir  Tau­moepeau  og held­ur áfram: „All­ur efri hlut­inn ljómaði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir