Rúmenskur karlmaður slapp með minniháttar meiðsl er hann féll niður fjórar hæðir. Maðurinn, Marius Purcariu, var steinsofandi er hann datt og hefur ekki hugmynd um hvernig hann endaði ofan á vélarhlíf bifreiðar á bílastæði fyrir neðan svefnherbergisgluggann á íbúð sinni, vafinn inn í gluggatjöld.
Hann segist muna eftir því að hafa slökkt á sjónvarpinu og farið í háttinn um tvö leytið að næturlagi. Það næsta sem hann viti er hann vaknar við ópin í eiginkonunni þar sem hún horfði niður til hans út um svefnherbergisgluggann. „Ég geri ráð fyrir að hafa verið ótrúlega heppin."
Læknar segja það kraftaverki líkast að hann skyldi sleppa ómeiddur að mestu. Það eina sem hrjáir hann er rifbeinsbrot og brákaður fótleggur.Telja læknar engan vafa leika á því að maðurinn hafi gengið í svefni og máli sínu til stuðnings benda þeir á að hann hafi verið gjörsamlega afslappaður er hann féll. Það hafi væntanlega bjargað lífi hans, samkvæmt frétt Ananova.